Það er stórt skref að stíga úr leikskóla yfir í grunnskóla. Krakkarnir eru flestir fullir tilhlökkunar og geta varla beðið eftir því að taka skrefið. Foreldrarnir eru líka ansi spenntir og hlakka til að fylgjast með börnunum sínum takast á við ný verkefni og nýjar áskoranir.
Í gær var haldinn hér í Glerárskóla fundur fyrir foreldra veðrandi fyrstu bekkina, þar sem starfsemi þar sem starfsemi skólans var kynnt og farið yfir margvísleg hagnýt atriði.
Á meðan sátu krakkarnir sem byrja í fyrsta bekk í haust stillt, prúð og pínulítið spennt með kennaranum sem kemur til með að leiða þau í gegnum skólann næstu árin. Þetta var flottur nemendahópur.