Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

7. EEM vann

Halldórsmótið, hið árlega sundmót á miðstigs, var haldið í morgun en þar keppa lið nemenda úr 5.-7.bekk. Mótið var mjög spennandi og áhorfendur létu vel í sér heyra þegar þeir hvöttu lið sitt til sigurs.

Að lokum stóðu nemendur í 7. bekk EEM uppi sem sigurvegarar. Liðið skipuðu Lovísa, Lydia, Hilmar, Steinþór og Hákon. Óskum við þessum sundköppum til hamingju með sigurinn.

Mótið er kennt við Halldór Gunnarsson sem starfaði við Glerárskóla um árabil. Þegar Halldór lét af störfum gaf hann veglegan verðlaunabikar sem síðan hefur verið keppt um.