Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Dagar íslenskrar náttúru

Það má með sanni segja að allir dagar í Glerárskóla séu dagar íslenskrar náttúru. Við notum góða veðrið og færum leikfimitíma út úr húsi, auk þess sem kennarar eru duglegir við útikennslu. Þetta kunna nemendur að meta enda læra þeir heilmikið á því að sinna verkefnum úti í náttúrunni með kennurum sínum.

Síðastliðinn föstudag var Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur um allt land og allir bekkir Glerárskóla héldu upp á daginn, hver á sinn hátt.

Á veggjum skólans má sjá óvenjulega falleg listaverk nemenda þar sem náttúran er í öndvegi. Margir leystu margvísleg verkefni sem tengjast náttúrufræði og nemendur á unglingastigi fóru í ratleik í á skólalóðinni sinni við Rósenborg.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.