Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Gaman í golfi

Íþróttatímarnir á unglingastigi eru alltaf skemmtilegir en nú í vikunni fengu allir að fara upp á golfvöll þar sem golfkennarar biðu þeirra og kenndu þeim kúnstina slá golfbolta.

Öllum var gert að koma á reiðhjóli eða hlaupahjóli í skólann og auðvitað voru allir með hjálm á höfðinu. Hjólað var frá Glerárskóla upp á golfvöllinn, þar sem allir fengu körfu fulla af boltum og kylfur til að slá.
Krakkarnir í fimmta bekk brugðu sér líka í golfkennslu í vikunni, og rétt eins og unglingunum þótti þeim mjög gaman að spreyta sig á æfingasvæðinu.