Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Stórskemmtilegt skólaferðalag!

Brosin hafa varla farið af andlitum krakkana í tíunda bekk sem nú eru í skólaferðalagi í Skagafirði, en þar má sannarlega finna fjölbreytta og stundum krefjandi afþreyingu.

Veðrið lék við krakkana frá fyrstu stundu. Þau voru það heppin að fá rigningarskúr við komuna, einmitt þegar þau reyndu sig í Wipeout brautinni og einhverjir fullyrtu að hún væri miklu skemmtilegri í rigningunni.

Síðan braust sólin fram úr skýjunum og fjörið hélt áfram í River rafting, Paintball og við að skjóta í mark. Farið var í margvíslega hópeflisleiki sem reyndu bæði á einstaklinga og samvinnu hópa. Margir gleymdu sér við að skoða magnaða sýndarveruleikasafnið um Sturlunga og kvöldvökurnar þóttu skemmtilegar.

Það er mikilvægt fyrir krakkana sem senn kveðja Glerárskóla að eiga þrjá skemmtilega daga saman þar sem vináttuböndin eru tryggð og skapaðar skemmtilegar minningar sem aldrei fara frá þeim.

Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu skólans.