Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Áttundi bekkur fór í golf

Það var heldur betur gaman hjá áttunda bekk um daginn þegar krakkarnir brugðu sér upp á golfvöll. Á æfingasvæðinu tók Stefanía Kristín Valgeirsdóttir á móti nemendunum og kenni þeim grunninn að góðri golfsveiflu; gripið, stöðuna, bak- og framsveifluna. Síðan fengu allir að slá golfbolta að vild.

Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér konunglega og margir sem aldrei höfðu áður slegið golfbolta voru undrandi á því hversu vel gekk.