Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fulltrúar Glerárskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Það er alltaf jafn skemmtilegt þegar nemendur í 7. bekk keppa um að vera fulltrúar Glerárskóla í Stóru upplestrarkeppninni. Í morgun lásu átta nemendur fyrir dómnefnd og félaga sína úr 6. og 7. bekk.

Krakkarnir höfðu æft af kappi undir leiðsögn kennara síns og dómnefnd var því nokkur vandi á höndum. Við mat á lestrinum er tekið tillit til raddstyrks, framburðar, blæbrigða lestursins og túlkun textans, svo eitthvað sé nefnt. Dómnefnd valdi þær Ísold Veru Viðarsdóttur og Rósu Maríu Stefánsdóttur fulltrúa Glerárskóla fyrir lokakeppnina sem fram fer 10. mars næstkomandi. Varamaður þeirra var valin Eva S. Dolina-Sokolowska.

Á myndunum hér til hliðar má sjá hópinn sem las í morgun og fulltrúa skólans í lokakeppninni. Með því að smella á myndirnar má sjá stærri útgáfur þeirra.