Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

470  grillaðir hamborgarar!

Veðrið í morgun, þriðjudaginn 17. maí, var með afbrigðum gott og blíðan hélst fram yfir hádegi. Á matseðlinum voru hamborgarar, réttur sem nemendur í sjötta bekk völdu, en einn bekkur fær að velja eina máltíð í mánuði í Glerárskóla.

Matráður skólans gerði ég lítið fyrir og með hjálp þeirra sem áttu lausa stund skellti hann upp grillum og grillaði ofan í mannskapinn, hvorki fleiri né færri en 470 hamborgara sem settir voru í volg og dúnmjúk brauð með grænmeti og sósum að vali hvers og eins.

Borgararnir hurfu eins og dögg fyrir sólu!