Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hrekkjavaka

Hrekkjavakan hefur verið nokkuð áberandi í Glerárskóla nú í vikunni. Ein af kennslustofnum skólans hefur verið skreytt í hólf og gólf. Þangað fara allir bekkir í heimsókn og nemendurnir njóta þess að verða pínu hræddir. Eftir heimsókn í „hryllingsstofuna“ er tekið á móti nemendunum í bókasafni skólans þar sem rætt er við þau um þjóðsagnaarfinn, myrkfælni og draugasögur.

Á morgun, föstudaginn 1. nóvember, stendur nemendaráð Glerárskóla fyrir búningadegi í tilefni hrekkjavökunnar og skólinn hvetur alla til þess að mæta í búningum og að sjálfsögðu á að skilja öll vopn sem fylgja búningunum eftir heima.