Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

10. bekkur vann!

Krakkarnir í tíunda bekk skrifuðu nýjan kafla í sögu skólans í dag þegar fram fór árlegur körfuknattleiksleikur milli nemenda bekkjarins og starfsmanna skólans. Til þessa hafa starfsmenn alltaf unnið þennan mikilvæga leik og oft með miklum mun.
Spilaðar voru tvisvar sinnum tíu mínútur og frá upphafi var ljóst að um mikinn baráttuleik yrði að ræða. Starfsmenn skoruðu fyrstu stiginn og leikurinn var í járnum fyrstu mínúturnar eða þar til nemendur sigu fram úr og þegar lokaflautið gall var staðan 32–9 fyrir nemendur.