Nemendur í 10. bekk komu heim undir kvöldmat í gærkvöldi eftir sérlega vel heppnað skólaferðalag um Skagafjörð. Hápunktur gærdagsins og hugsanlega ferðarinnar var spennandi ferð í gúmmíbátum niður Jökulsá undir styrkri stjórn og leiðsögn reynslumikilla fararstjóra.
Hópnum var skipt í tvennt. Fyrst létu stelpurnar sig vaða niður ána og strákarnir fylgdu síðan á eftir. Að sjálfsögðu var ströngustu öryggisreglum fylgt og æfingar teknar á þurru landi áður en haldið var út í straumþungt fljótið.
Hér má sjá myndir úr þessari ævintýraferð.