Krakkarnir í 1. bekk hafa ýmislegt brallað í vetur. Þau hafa hitt krakka frá leikskólunum, tekið þátt á samsöng í Hofi, ferðast með strætó, farið í göngutúra, fengið fræðslu um aðventuna í Glerárkirkju, fyrir utan nám og leik í skólastofunni. Síðasta daginn fóru börnin í sæmilega langan göngutúr með kennurunum sínum í dásemdar veðri og léku sér úti af hjartans lyst.