Nemendur í 1. og 2. bekk Glerárskóla skelltu sér í Skautahöllina í gær, þriðjudaginn 14. október. Þar spenntu þeir á sig skauta og renndu sér úr á svellið þar leiðbeinendur frá Skautafélagi Akureyrar tóku á móti þeim og kenndu helstu undirstöðuatriðin í skautaíþróttinni.
Börnin stóðu sig frábærlega á ísnum – sum stigu sín fyrstu skref á skautum, á meðan önnur svifu um með miklum tilþrifum! Eftir æfingarnar fengu þau frjálsan tíma til að renna sér og leika sér saman á ísnum.Ferðin var skemmtileg og við þökkum Skautafélagi Akureyrar kærlega móttökurnar.



