Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Svansmerkið og gæsaflug

Glerárskóli og Hlíðarskóli hafa síðustu ár verið í samvinnu við hin Norðurlöndin í dönskukennslunni og hafa öll verkefnin tengst umhverfismálum á einhvern hátt. Nemendur 10. bekkjar fóru í heimsókn í Hlíðarskóla til að taka upp kynningarmyndbönd.

Í ár verður nemendum veitt innsýn í sameiginlega norræna Svansmerkið. Hvers vegna og hvernig við sem neytendur verðum að varðveita náttúruna. Unnið verður með hvernig hver og einn getur stuðlað að sjálfbærri þróun og hvernig við á Norðurlöndunum gætum verið í fararbroddi sjálfbærrar þróunar. Nemendur fá innsýn í þá stórbrotnu náttúru sem við búum við á Norðurlöndunum.

Hinn hluti verkefnisins er að veita nemendum innsýn í líf gæsanna, göngur þeirra frá norðri til suðurs og hvað loftslagsbreytingar geta haft áhrif á lífskjör þeirra. Í kring um 1980 voru um 100 grágæsapör sem stoppuðu í Danmörku en í dag eru pörin yfir 90 þúsund. Mildir vetur hafa í för með sér að betra er að finna mat og því velja fleiri gæsir að setjast að yfir veturinn í stað þess að fara lengur suður á bóginn. Að svo margar gæsir skuli hafa vetrardvöl hefur hækkað fosfórmagnið í vötnunum  og hefur áhrif á dýra- og plöntulíf.

Markmið verkefnisins er m.a. að efla sameiginlega málreynslu okkar og skilning milli íbúa landanna. Tala saman á skandinavísku og nota sameiginlegan bakgrunn okkar til að skilja hvert annað. Deila sameiginlegum uppruna, reynslu og upplifunu sem hafa viðgengist í áarhundruð. Síðast en ekki síst er þetta ferlega skemmtileg þverfagleg dönskukennsla sem ætti að glæða meiri áhuga á norðurlandamálunum.