Vinna við jarðvegsskipti er hafinn við nýjan völl á Þórssvæðinu og framkvæmdunum fylgir töluvert rask og umferð stórra bíla.
Núverandi gras er tekið og lífrænn jarðvegur er fjarlægður (mold og fleira) og möl sett sem grunn undir nýjan völl. Þar ofan á fer svo annað eins lag af möl til að fergja völlinn. Fargið er látið liggja á vellinum fram á vorið 2025 þegar við keyrum því í burtu.
Vegna framkvæmdanna munu stór ökutæki vera á ferðinni í Skarðshlíðinni. Bílstjórar munu ávallt fara að öllu með gát en vegfarendur við Bogann eru beðnir að horfa vel í kringum sig, sýna aðgát og biðlund ef vörubílar og önnur tæki eru að hægja á umferðinni um stundarsakir.
Vinna hefst flesta daga rúmlega átta, eftir að skólar eru byrjaðir, svo börn á leið í skólann ættu öll að vera komin sína leið þegar vinna hefst. Eftir kl. 16:00 erum við enn að svo þegar æfingarumferðin er hvað mest eru ökutæki einnig á ferðinni frá okkur.
– Rauð lína á myndinni merkir vinnusvæðið. Það hefur verið girt af með girðingum.
– Ekki er heimilt að leggja bílum við austurhlið Bogans, innan vinnusvæðis en neyðarbifreiðar hafa ávallt aðgang að þessari aðkomu.
– Gul lína á myndinni merkir akstursleið tækjanna til og frá vinnusvæðinu
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn upplýsi börnin sín um þessar framkvæmdir og biðji þau um að vera ekki við svæðið þegar verið er að vinna og hafa augu og eyru opin þegar þau eru að ganga eða hjóla yfir eða um Skarðshlíðina.