Sérkennari sér um kennslu sem felur í sér breytingar, miðað við bekkjarnámskrá, á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum. Sérkennsla er hugsuðu fyrir alla nemendur á grunnskólaaldri sem á þurfa að halda.
Sérkennari:
- er hluti af stoðteymi skólans með sérkennara, iðjuþjálfa og námsráðgjafa
- kennir nemendum einstaklingslega, í pörum, í smærri hópum eða í heimabekk eftir þörfum hverju sinni
- aðstoðar umsjónarkennara við gerð einstaklingsmiðaðra náms- og stundaskráa í samstarfi við foreldra og nemendur sem byggja á greiningum og aðalnámskrá grunnskóla.
- veitir kennurum, nemendum og foreldrum ráðgjöf varðandi nám, kennslu og námsgögn
- er í samstarfi við kennara vegna námserfiðleika einstakra nemenda
- er í nánu samstarfi með foreldrum þegar það á við. Auk þess að hafa samráð og samstarf með öðrum sérfræðingum innan og utan skólans og vísa málum nemenda til þeirra eftir því sem við á.
- greinir námsþarfir og leitar eftir sérfræðilegri greiningu utan skólans eftir þörfum.
- útbýr kennslugögn og aflar nýrra í samræmi við þarfir einstakra nemanda.
- situr í nemendarverndarráði og kemur að ákvarðanatöku varðandi nemendur.
- er teymisstjóri og hefur umsjón með samstarfi milli þeirra sem að nemandanum koma s.s. foreldra, umsjónarkennara, sálfræðingi og kennsluráðgjafa Fræðslusviðs og annarra aðila. Kallar saman teymisfundi eftir þörfum.
- aflar sér endurmenntunar í samráði við stjórnendur, sækir námskeið til að viðhalda þekkingu og fylgjast með nýjungum.
- er þátttakandi í markvissri nýbreytni og þróunarstarfi