Í Glerárskóla er starfandi náms- og starfsráðgjafi og heyrir hann beint undir skólastjóra. Samkvæmt lögum á náms- og starfsráðgjafi, með tilskylda menntun, að starfa í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins.
Náms- og starfsráðgjafi er hluti af stoðteymi skólans, ásamt sérkennurum og iðjuþjálfa, situr í nemendaverndarráði, eineltisteymi, áfallaráði og er teymisstjóri í teymum um nemendur. Einnig er hann tengiliður skólans við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar og aðra utanaðkomandi aðila í tengslum við fræðslu fyrir nemendur, auk þess að sinna sjálfur ýmsum fyrirbyggjandi störfum.
Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðar- og talsmaður nemenda innan skólans og eiga nemendur að hafa greiðan aðgang að honum. Náms- og starfsráðgjafi er bundinn trúnaði við nemendur en hefur þó heimild til að rjúfa trúnað af brýnni nauðsyn.
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru meðal annars (alls ekki tæmandi listi):
- veitir nemendum ráðgjöf í persónulegum málum.
- veitir nemendum ráðgjöf um vinnubrögð í námi og námsvenjur.
- veitir nemendum ráðgjöf varðandi náms- og starfsval og hvað er í boði eftir að grunnskóla lýkur.
- aðstoðar nemendur við að átta sig á styrkleikum sínum og veikleikum, efla sjálfstraust og bæta samskiptafærni.
- hjálpar nemendum að setja sér markmið og finna leiðir til að ná þeim.
- skipuleggur náms- og starfsfræðslu í skólanum.
- undirbýr nemendur undir flutning milli skóla, þá helst frá grunnskóla upp í framhaldsskóla.
- vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem við á. Auk þess að hafa samráð og samstarf með öðrum sérfræðingum innan og utan skólans og vísa málum nemenda til þeirra eftir því sem við á.
- situr í Nemendarverndarráði og kemur að ákvarðanatöku varðandi nemendur.
- er teymisstjóri og hefur umsjón með samstarfi milli aðila sem að nemandanum koma s.s. foreldra, umsjónarkennara, kennsluráðgjafa Fræðslusviðs og annarra aðila sem koma að barninu. Kallar saman teymisfundi eftir þörfum.
- annars skýrslugerð sem tilheyrir starfinu.
- aflar sér endurmenntunar í samráði við stjórnendur, sækir námskeið til að viðhalda þekkingu og fylgjast með nýjungum.
- aflar sér endurmenntunar í samráði við stjórnendur, sækir námskeið til að viðhalda þekkingu og fylgjast með nýjungum.
- tekur þátt í rannsókna og þróunarstarfi.