Forvarnaráætlun Glerárskóla
Áætlun um forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni
Í þingsályktunartillögu 37/150 – þingskjali 1609 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti (forvarnaráætlun) er sett fram sú framtíðarsýn að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni eigi sér hvergi stað í íslensku samfélagi. Þar er vísað til þess að ofbeldi og áreitni er samfélagslegur vandi og því þarf að uppræta þá þætti í samfélagsgerðinni sem leyfa slíku ofbeldi að viðgangast. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er bæði orsök og afleiðing annars kynjamisréttis og verður aðeins upprætt með samhentu átaki sem byggir á djúpstæðum skilningi á eðli og afleiðingum slíks ofbeldis. Öflug forvarnarstefna er lykilþáttur í þeirri vegferð. Með forvörnum er leitast við að fyrirbyggja kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni en einnig að draga úr þeim skaða sem slík háttsemi hefur á þolendur og aðstandendur þeirra. Markviss viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni – og hegðun sem ýtir undir slíkt – er liður í forvörnum til framtíðar. Þannig er ekki aðeins nægjanlegt að fjalla um ofbeldi og áreitni heldur þarf einnig að ýta undir samskipti virðingar og jafnréttis fólks í milli. Sjá þingsályktunartillögu.
Forvarnaráætlun Glerárskóla byggir á lögum um grunnskóla (91/2008) og áður nefndri þingsályktunartillögu um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021 – 2025 (37/150). Forvarnaráætlunin byggir á einkunnarorðum skólans sem eru: Hugur – Hönd – Heilbrigði.
Glerárskóli er Grænfánaskóli þar sem lögð er áhersla á andlegt, félagslegt og líkamlegt heilbrigði í skapandi og hlýlegu námsumhverfi auk umhverfisvænnar hugsunar. Markvisst er unnið eftir agastefnunni Jákvæður agi sem byggir á því að hver einstaklingur taki ábyrgð á sjálfum sér og sýni virðingu og jákvæðni í öllum samskiptum.
Glerárskóli nýtir hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og vinnu eftir eineltisáætlun skólans þar sem finna má verklag ef upp koma áhyggjur af samskiptavanda eða einelti. Í forvarnaráætluninni verður að finna aðgerðaráætlun fyrir starfsfólk frá Mannauðssviði Akureyrarbæjar, þegar hún berst, en nú þegar er áætlun hvern bekk skólans. Forvarnarteymi skólans ásamt skólastjórnendum ber ábyrgð á að áætluninni sé fylgt. Allar áætlanir og upplýsingar má að finna á heimasíðu Glerárskóla.
Í hverjum skóla skal vera starfrækt forvarnarteymi sem hefur það hlutverk að tryggja góða forvarnarkennslu í öllum árgöngum skólans, sem hæfir aldri og þroska nemenda. Teymið skal passa upp á að forvörnum sé sinnt í öllum bekkjum með fræðslu um lýðheilsu, geðheilbrigði, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, heilbrigðar lífsvenjur, sjálfstjórn og jákvæð samskipti (sjá fræðslu- og námsáætlanir). Teymið á að vera kennurum og öðru starfsfólki til stuðnings og ráðgjafar varðandi fræðslu og umræðu. Mikilvægt er að allt starfsfólk fái fræðslu og þjálfun við viðbrögðum ef upp kemst um kynferðislegt ofbeldi og geti nýtt sér aðgerðaráætlun forvarnarstefnu skólans.
Í forvarnarteymi Glerárskóla sitja:
Skólastjóri
Skólahjúkrunarfræðingur
Námsráðgjafi
Verkefnastjóri stoðþjónustu
Tengiliður FélAk
Fulltrúi kennara
Skólastjóri Hlíðarskóla
Auk annarra áheyrnarfulltrúa eftir þörfum
Stefnt er að því að einu sinni á ári (að hausti) fái allt starfsfólk sambærilega þjálfun og fræðslu með gagnvirku netnámskeiði með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum. Efnistök námskeiðsins byggist á fræðslu frá Barnahúsi sem ber heitið Verndum þau. Starfsfólk fær aðgang að heimasíðu með kennsluefni sem flokkað er eftir aldri nemenda sem byggt er á norsku heimasíðunni www.jegvet.no
Á hverju hausti (umræðuhópar á starfsmannafundi) er kynning á þeirri forvarnarvinnu sem kennarar og annað fagfólk fer í með nemendum þegar kemur að heilbrigðum lífsháttum, sjálfstjórn, ofbeldi, jákvæðum samskiptum og sjálfsímynd. Allt starfsfólk á að vita hvert þeir geta leitað ef það telur sig eða nemendur verða fyrir ofbeldi, einelti eða kynferðislegri áreitni.
Hér má finna aðgerðaráætlun vegna ofbeldisfullrar hegðunar.
Markmið forvarnaráætlunar Glerárskóla er að veita yfirsýn yfir þær forvarnir sem fara fram í skólanum með skipulögðum hætti. Allir nemendur skólans eiga að hafa fengið forvarnarfræðslu á hverju ári samkvæmt eftirfarandi:
Kynferðisleg áreitni telst hvers kyns ósanngjörn eða móðgandi kynferðisleg hegðun, sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að skýrt sé gefið í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt atvik getur talist kynferðisleg áreitni, ef það er alvarlegt.
Kynbundin áreitni er hvers kyns ósanngjörn eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að skýrt sé gefið í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt atvik getur talist kynferðisleg áreitni, ef það er alvarlegt.
Kynbundið ofbeldi er ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þolenda. Einnig teljast hótanir um slíkt ofbeldi, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis á grundvelli kynferðis, bæði í kynlífi og á opinberum vettvangi, til kynbundins ofbeldis.
Leiðir til að koma í veg fyrir kynbundna / kynferðislega áreitni í skólanum
- Skólastjórnendur senda út skýr skilaboð til starfsfólks þar sem starfsfólki er gert ljóst að slík hegðun sé ekki liðin og á henni verði tekið.
- Fræðsla um samskipti á vinnustað, kynferðislega áreitni og einelti.
- Starfsmönnum verði kynnt áætlun skólans um það hvaða viðurlaga skuli gripið til ef starfsmaður eða nemandi verður uppvís að kynferðislegri / kynbundinni áreitni eða einelti.
- Hópefli starfsfólks.
Aðgerðalisti vegna gruns um kynbundna / kynferðislega áreitni.
- Ef starfsmaður, nemandi eða foreldri telur á sér brotið með kynferðislegri eða kynbundinni áreitni í tengslum við skólastarfið og af starfsmanni skólans, ber að tilkynna það skólastjóra. Tilkynning skal vera skrifleg og kemur skólastjóri henni til viðeigandi yfirvalda.
- Sé brotið augljóst og mjög alvarlegt taka viðeigandi aðilar málið í sínar hendur og oft er starfsmaður sendur í leyfi á meðan málið er rannsakað.
- Viðeigandi yfirvöld rannsakar málið og ræða við brotaþola og aðra þá er að málinu koma.
- Metið er hvers eðlis málið sé og málsaðilum tilkynntar niðurstöðu.
- Ef ekki er um brot að ræða eru engin frekari viðbrögð.
- Ef um brot er ræða er:
- veitt aðvörun ef ástæða þykir til
- veitt skrifleg áminning
- brottrekstur úr starfi.
- Aðilar skulu gæta þess við alla vinnslu málsins að fylgja stjórnsýslulögum.
Aðgerðalisti vegna gruns um kynferðislega misnotkun.
- Ef grunur vaknar um kynferðislega misnotkun á nemanda ber ávallt að tilkynna þann grun til barnaverndarnefndar sem sker úr um hvort grunur sé á rökum reistur.
- Barnaverndarnefnd fylgir málinu áfram til Barnahúss, ef það telur ástæðu til. Þar fær barn svokallað rannsóknarviðtal sem er greiningarviðtal og svo meðferð, allt eftir aðstæðum.
- Best er að sem fæstir fái vitneskju um málið því slík mál eru mjög viðkvæm
- Ef starfsmaður skóla er grunaður um kynferðislega misnotkun er kært til lögreglu eða barnaverndarnefndar, allt eftir eðli máls og framhald málsins er þá í þeirra höndum. Eðlilegt er að viðkomandi starfsmaður sé leystur frá störfum á meðan rannsókn fer fram.
Fræðsla fyrir nemendur í Glerárskóla sem snýr að vinnu gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi/áreiti
Árgangur | Hjúkrunar-
fræðingur |
Námsráðgjafi | Forvarnar- og félagsmálaráðgjafi | Kennarar |
1.bekkur | Líkami minn
Viðtal |
Líkami minn | ||
2.bekkur | Krakkarnir í hverfinu | Krakkarnir í hverfinu | Krakkarnir í hverfinu | |
3.bekkur | Leyndarmálið | Leyndarmálið | Hinseginfræðsla | |
4.bekkur | 112
Viðtal |
ART-aðferlismótun | ||
5.bekkur | Samskipti | Netið og ég – samskipti og hegðun á netinu | ||
6.bekkur | Kynþroskinn | Nethegðun – samskipti og mörk á netinu
Hinseginfræðsla |
||
7.bekkur | Viðtal | Nikótín fræðsla
Hinsegin fræðsla |
||
8.bekkur | Sjálfsmynd og samþykki | Stafrænt ofbeldi
kynfræðsla Vímuefnafræðsla Markmiðasetning (Þorgrímur Þráinsson) |
||
9.bekkur | Kynfræðsla
Viðtal |
Fáðu Já
|
Fáðu Já Sigrún Sig: Kynbundið, kynhegðun ofbeldiKynfræðsla: Kynlíf og mörkSjúk ástSjálfsmyndHinsegin fræðslaGeðheilbrigði (Grófin) |
Kennari í náttúrufræði – Kynfræðsla í samvinnu við hjúkku, eineltisumræða |
10.bekkur | Ábyrgð á eigin heilsu | Kynfræðsla | Kynfræðsla: kynlíf, kynhegðun og mörk
Kynfræðsla Sigga Dögg Sjúk ást Andleg og líkamleg heilsa (Margrét Lára) |
Hugmyndir að námsefni
stoppofbeldi.namsefni.is
Kynungabók
Kynvera – bók
Fávitar – bók
Daði – bók
Kjaftað um kynlíf – bók
https://stoppofbeldi.namsefni.is/forvarnir-itarefni/
Kynfræðsluvefurinn