Föstudaginn 24. október komandi er kvennafrídagurinn 50 ára og haldið verður upp á það með samstöðufundi á ráðhústorgi kl. 11:15. Mikil hvatning er í samfélaginu til kvenna og kvára að taka þátt í hátíðarhöldunum og er vilji sveitarfélagsins að gera sem flestum konum og kvárum það kleift.
Vegna þessa mun Glerárskóli fella niður kennslu hjá 5. -10. bekk frá kl. 11:00 þennan dag.