Þá er blessuð rútínan hafin eftir gott jóla- og áramótafrí. Starfsfólk Glerárskóla nýtti daginn til að funda, skipuleggja kennsluna næstu dagana og sitja mikilvægt og fróðlegt námskeið um grunnendurlífgun og notkun hjartastuðtækja.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá í fyrramálið, fimmtudaginn 4. janúar.