Sá sem fyrstur fær upplýsingar um dauðsfall eða alvarleg slys kemur þeim til skólastjóra, staðgengil skólastjóra, eða annara í áfallaráði. Eigi atburðurinn sér stað um helgi er samt sem áður mikilvægt að láta áfallaráð vita. Skólastjóri eða staðgengill skólastjóra sér um að afla staðfestra upplýsinga um atburðinn og kallar saman áfallaráð. Áfallaráð tekur ákvarðanir um frekari aðgerðir. Hlutverk áfallaráðs er m.a. að koma upplýsingum til starfsfólks og nemenda í samráði við kennara þeirra.
Við núverandi aðstæður er brýnt að fylgjast vel með líðan og velferð nemenda og starfsmanna skólans.
Í áfallaráði sitja:
Brynhildur Smáradóttir | hjúkrunarfræðingur | 691 7788 |
---|---|---|
Brynja Sigurðardóttir | skólaritari | 861 2858 |
Eyrún Skúladóttir | skólastjóri | 866 1798 |
Rakel Björk Káradóttir | námsráðgjafi | 699 4921 |
Ragnar Logi Búason | umsjónarkennari | 661 6975 |
Hlutverk áfallaráðs er gerð vinnuáætlunar um hvernig skuli bregðast við þegar áföll hafa orðið svo sem dauðsföll, slys, eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögð.
Áætlunin felur í sér hvað skuli gera, í hvaða röð og hver sinni hvaða hlutverki.
Áfallaráð getur kallað til sín utanaðkomandi aðstoð.
Áfall er oft skilgreint sem sálræn þjáning sem verður vegna atburðar sem er svo mikill að hann heltekur sálarlífið og veldur oft mikilli truflun á daglegu lífi.
- Alvarlegir atburðir hafa áhrif á fólk en hversu mikil áhrifin eru er einstaklingsbundið.
- Áfall felst ekki í atburðinum sjálfum heldur í upplifun/viðbrögðum þeirra sem lenda í ákveðnum atburði.
- Eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum.
Gagnlegir tenglar: