Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vel heppnaðir þemadagar

Þemadagarnir í síðustu viku heppnuðust vonum framar, en á fimmtudag og föstudag var vikið frá hefðbundnu skólastarfi þegar allir nemendur skólans veltu fyrir sér jafnrétti í sinni víðtækustu mynd og unnu fjölmörg spennandi verkefni undir leiðsögn kennara sinna.

Nemendur á hverju aldursstigi fyrir sig unnu saman, fengu fræðslu og sökktu sér niður mál sem oft þóttu flókin en leiddu af sér skilgreiningar og eftirtektarverðar úrlausnir.

Nemendur á miðstigi fylktu meðal annars liði og fóru í hamingjugöngu frá skólanum niður í miðbæ með borða og veifur til að minna alla á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum heldur stuðla að sem mestu jafnrétti fyrir alla, alltaf!

Verkefnið er hluti að ERASMUS verkefni sem Glerárskóli vinnur með grunnskólum Í Englandi, Póllandi, Tyrklandi og á Spáni.

Tveir nemendur í níunda bekk, þeir Kristinn Viðar Tómasson og Grímur Freyr Hafrúnarson mynduðu vinnu nemenda og settu saman myndband sem finna má hér.