Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vá hann glitrar!

Krakkarnir í fyrsta bekk urðu ansi glöð og kát í dag þegar þau fengu vatnsbrúsa að gjöf frá Foreldrafélagi Glerárskóla. Brúsarnir verða merktir nemendunum og geymdir í skólanum þannig að krakkarnir geti alltaf haft kalt og svalandi vatn við höndina.

„Vá hann glitrar,“ sagði einn nemandinn með sólskinsbros á andlitinu, „sjáið þið!“ Og viti menn, brúsinn varpaði dagsbirtunni um alla skólastofuna.

Auk fyrstu bekkinga fengu þeir nemendur sem nýir eru í skólanum einnig sinn brúsa. Þetta er í þriðja sinn sem foreldrafélag Glerárskóla gefur nemendum vatnsbrúsa.