Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Útivistardagur á morgun

Á morgun, þriðjudaginn 30. ágúst, verða nemendur og starfsfólk Glerárskóla á ferð og flugi úti um víðan völl vegna útivistardags Glerárskóla. Skóli verður þann daginn frá 8:15/8:10 til kl. 12:00 og endar á matartíma nemenda. Eftir mat fara nemendur í 1. – 10. bekk heim nema þeir sem skráðir eru í Frístund.

Unglingastigið stefnir á ferð í Kjarnaskóg, miðstig í Krossanesborgir og yngsta stig fer m.a. í Lystigarðinn, Krossanesborgir, Naustaborgir og nágrenni skólans.
Minnum alla á að senda nemendur klædda miðað við veðuraðstæður.

Klæðnaður: Æskilegt er að klæðast vind- og vatnsþéttum stakk eða góðri úlpu. Flíspeysur/ullarpeysur eru hentugar innan undir eða einar sér ef veður er gott. Ekki nota gallabuxur, best er að klæðast göngubuxum úr teygju eða ullarefni (íþróttabuxur). Hafið með vettlinga og húfu.
Fótabúnaður: Mikilvægt er að vera vel búinn til fótanna. Best er að vera í góðum skóm og jafnvel klæðast ullarsokkum. Hafið aukapör af sokkum.
Nesti: Nauðsynlegt er að borða vel áður en lagt er upp í útivistarferð. Nestið á að vera létt og næringarríkt. Gott er að hafa með heitan drykk á brúsa fyrir þá sem það kjósa og vatnsbrúsa.
Hafið nesti og aukaföt í litlum bakpoka.

Eftir mat tekur Frístund við hjá 1. – 4. bekk, fyrir þá sem þar eru skráðir.