Starfsfólk og nemendur Glerárskóla hafa unnið ötullega að umhverfismálum síðustu skólaár og svo verður áfram. Skólinn hefur flaggað Grænfánanum síðan 12. september 2008 en Grænfáninn er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi. Því er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.
Náttúruverndarsamtökin Landvernd halda utan um grænfánaverkefnið hérlendis og í morgun kom fulltrúi samtakanna í Glerárskóla og fundaði meðal annars með umhverfisnefnd skólans. Markmið heimsóknarinnar var meðal annars að skoða skólann og taka hann út með hliðsjón af stefnu og markmiðum Grænfánans.
Það er von okkar og vissa að úttektin leiði í ljós að Glerárskóli geti áfram flaggað Grænfánanum með stolti!