Það var virkilega gaman að fylgjast með krökkunum í Glerárskóla í dag. Flestir voru í jólapeysum, margir með jólasveinahúfur og einstaka nemandi mætti með grátt og mikið skegg. Já það voru tugir, ef ekki hundruð jólasveina um ganga og stofur hjá okkur í dag og engu líkara en Glerárskóli væri orðinn jólasveinaskóli.
Svona dagar gera aðventuna enn skemmtilegra.