Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Tilkynning frá Glerárskóla

Tveir starfsmenn Glerárskóla, kennari á unglingastigi og skólastjórnandi, sem höfðu verið á skíðasvæði í Ölpunum, þurftu í gær að fara í sóttkví þar sem svæðið hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Starfsmennirnir eru með öllu einkennalausir og er fyrst og fremst um varúðarráðstöfun að ræða.

Landlæknir gaf út fyrirmæli 9. mars um að allir sem komu til landsins frá og með 29. febrúar frá áhættusvæðum þyrftu að fara í sóttkví. Þeir tveir starfsmenn sem um ræðir voru búnir að vera á landinu í 10 daga, þar af 6 daga í vinnu, þegar tilkynningin var gefin út. Samkvæmt tilmælum landlæknis, sem við fylgjum að sjálfsögðu í einu og öllu, þurfa starfsmennirnir að vera fjögurra daga í sóttkví. Haft var samband við sóttvarnalækni sem telur ekki ástæðu til að grípa til frekari aðgerða.

Mikilvægt er að við hjálpumst að við að hægja á útbreiðslu veirunnar því við erum öll ábyrg. Ef starfsfólk, foreldrar eða börn eru að koma frá útlöndum þá eru tilmæli um að hafa samband í símanúmer 1700 og fá þar ráðgjöf áður en viðkomandi mætir í skólann.