Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Þriðji bekkur lærði um brunavarnir

Fulltrúar slökkviliðsins komu í heimsókn til krakkanna í þriðja bekk í dag. Þeir komu færandi hendi og fræddu krakkana um eldvarnir á heimilunum og allt það sem unnt er að gera til að draga úr eldhættu og auka öryggi heimilisfólks.

Krakkarnir fengu að sjá teiknimynd um systkinin Glóð og Loga en þau eru allt að því ofurhetjur þegar kemur að brunavörnum. Þau fengu einnig að fylgjast með slökkviliðsmanni klæða sig í gallann og þáðu að lokum margvíslegar gjafir frá slökkviliðsmönnunum.

Krakkarnir hlustuðu opinmynntir á fróðleik gestanna og drukku í sig allt sem sagt var. Nú vita þau það helsta um brunavarnir, þekkja neyðarnúmerið 112 og kunna betur en áður að umgangast lifandi kertaljós, seríur og annað sem eldhætta getur stafað að.

Líklegt er að flest þeirra hafi farið yfir þessi mál með foreldrum sínum þegar heim var komið.