Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Þemadagar Glerárskóla – United We Play, United We Win

Þemadagar í Glerárskóla verða þriðjudaginn 17. nóvember og miðvikudaginn 18. nóvember n.k. og bera yfirheitið EU flag-Erasmus+_vect_POSUnited We Play, United We Win. Heitið er tengt Erasmus+ verkefni sem skólinn tekur þátt í næstu tvö árin ásamt 6 öðrum löndum en verkefnið leggur áherslu á að nýta leiki til að efla félagslegt atgervi nemenda.

Þemadögunum verður því að þessu sinni varið til að undirbúa kynningu á löndunum sex, skólanum okkar og umhverfi hans auk þess að efla leik og samveru nemenda.

Þessa daga er skólastarf frá kl. 8:15 – 13:15/13:20 auk valgreina utan skóla. Nemendur mæta til umsjónarkennara á morgnana og ljúka einnig degi hjá umsjónarkennara í umsjónarstofu. Eftir nafnakall fara nemendur í hópana sína og hefja skipulag dagsins. Loturnar eru eins og á venjulegum skóladegi og kaffi og matartímar eru á sínum stað. Hjá öllum stigum er unnið í hópum og síðan er uppbrot með leikjum inn á milli. Allur skólinn mun síðan hittast í lokin og leika saman til að ljúka þemadögunum. Allir forráðamenn eru hjartanlega velkomnir í skólann til að taka þátt í þessu magnaða verkefni.

Samstarfslöndin okkar eru: Ítalía, Spánn, Tyrkland, Litháen, Búlgaría og Rúmenía.