Góð skólasókn er nemandanum afar mikilvæg ef námið á að skila þeim árangri sem stefnt er að. Þessar reglur eru til þess gerðar að halda betur utan um mætingar nemenda og hvetja þá til að vanrækja ekki þennan þátt skólastarfsins.
1.-7. BEKKUR. Allar fjarvistir nemenda eru tölvuskráðar (Mentor.is) og koma fram á námsmatsblöðum og í viðtölum við foreldra. Umsjónarkennarar hafa samband við foreldra ef mæting nemanda er ábótavant. Foreldrar hafa aðgang að ástundun barna sinna á Mentor.is.
8.-10.BEKKUR. Nemandi byrjar hverja önn með einkunnina 10.0 fyrir ástundun. Við hverja óheimila fjarvist eru dregnir 0.4 frá einkunninni. Þegar nemandi mætir of seint dragast 0.2 frá og 0.7 sé nemanda vísað úr tíma.
Reglur um mætingar í íþróttir og sund:
- Stúlkur geta fengið leyfi úr einum sundtíma í mánuði vegna blæðinga.
- Nemendur eiga að skila forfallamiða (tilgreina þarf ástæðu) frá foreldrum ef þeir geta einhverra hluta vegna ekki tekið þátt í íþróttum eða sundi.
- Gleymi nemandi á mið- og unglingastigi íþrótta- og/eða sundfötum er hann sendur heim til að sækja þau. Gerist það ítrekað hefur íþróttakennari / umsjónarkennari samband við foreldra.
- Tekið er tillit til mætinga við einkunnagjöf. Nemendur sem gleyma forfallamiðum, sund- eða íþróttafötum ( þeim sem ekki sækja þau ) lækka í einkunn samkvæmt ákveðnum skala og fá 2 punkta er varða reglur um skólasókn (síðasta atriðið á eingöngu við unglingadeildir).
- Ætlast er til þess að strákar komi í sundskýlum í sundtíma en ekki í stuttbuxum eða Bermúdabuxum / strandbuxum.