Í dag er skipulagsdagur í Glerárskóla. Þá er ýmislegt gert. Nýir starfsmenn sóttu námskeið í jákvæðum aga, kennarar lögðu lokahönd á undirbúning fyrir viðtalsdaginn á morgun, dittað var að einu og öðru auk þess sem óskilamunum var raðað upp á tengigangi skólans. Foreldrar og forráðamenn nemenda eru beðnir að renna í gegnum óskilamunina, því hugsanlega leynist þar ýmislegt sem talið hefur verð týnt.
Á viðtalsdeginum munu 10. bekkingar að selja sundpoka og skólapeysur til fjáröflunar fyrir skólaferðalagið sitt í vor. Endilega kíkið á þau og styrkið ferðasjóðinn með því að kaupa þennan hátískuvarning.