Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Sendiboð frá sjóræningja

„Sjóræningjasendiboð“ er magnað orð. Það er mjög langt og þegar maður er í þriðja bekk þá getur verið ansi erfitt að lesa það. En við förum í skóla, einmitt til að læra og lesa og skrifa sjóræningjasendiboð, ásamt mörgu, mörgu fleiru.

Ef vel er að gáð búa mörg skemmtileg orð innan orðsins „sjóræningjasendiboð“ og stöfnunum má raða upp og búa til fjöldann allan að nýjum orðum eins og til dæmis „æringi“ og „grenja“.  Flestir vita nú hvað „grenja“ þýðir en færri vita ef til vill að „æringi“ þýðir fjörkálfur eða ærslabelgur.

Krakkarnir í þriðja bekk voru að leika sér með orðið „sjóræningjasendiboð“ í dag og fundu þar ansi mörg orð falinn. Væri ekki gaman að fara með fjölskylduna í orðaleik við tækifæri og byrja þá e.t.v. á orðinu „sjóræningjasendiboð“.