Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Rýmingaræfing á morgun, miðvikudag

Á morgun, miðvikudaginn 23. september n.k. verður rýmingaræfing í Glerárskóla í fyrsta tíma skóladagsins. Nemendur fara inn í stofur þegar þeir mæta í skólann á skóm og með úlpur, þar er tekið manntal og síðan fer brunaboðinn af stað. Þá æfa nemendur þau handtök sem þarf þegar hætta er á ferð og rýma skólann samkvæmt áætlun.

Miklu máli skiptir að nemendur mæti alltaf á réttum tíma í skólann en þegar æfing sem þessi er haldin skiptir afar miklu máli að allir nemendur séu komnir á réttum tíma í skólann.

Við biðjum foreldra og forráðamenn að aðstoða okkur við að undirbúa nemendur og benda þeim á hversu miklu það skiptir að taka æfingum sem þessum alvarlega og fara í einu og öllu eftir því sem starfsfólk segir.