Það eru ekki alveg allir sem átta sig á rúmfræði þegar hún er fyrst kynnt fyrir þeim. Þess vegna er fínt að hafa hugvitsama kennara sem fara út og gera rúmmálið áþreifanlegt.
Krakkarnir í sjöunda bekk skemmtu sér ljómandi vel í útikennslu um daginn þar sem þeir bjuggu til þrívíð form úr sprekum og trjágreinum. Allt var síðan mælt í bak og fyrir, margfaldað og þá lá rúmmálið í augum uppi.