Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Rúmfræði er ekkert flókin!

Það eru ekki alveg allir sem átta sig á rúmfræði þegar hún er fyrst kynnt fyrir þeim. Þess vegna er fínt að hafa hugvitsama kennara sem fara út og gera rúmmálið áþreifanlegt.

Krakkarnir í sjöunda bekk skemmtu sér ljómandi vel í útikennslu um daginn þar sem þeir bjuggu til þrívíð form úr sprekum og trjágreinum. Allt var síðan mælt í bak og fyrir, margfaldað og þá lá rúmmálið í augum uppi.