Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Reyklausir bekkir fengu heimsins bestu bók!

Nemendur í sjöunda, áttunda og níunda bekk Glerárskóla fengu glaðning á dögunum frá Landlæknisembættinu, viðurkenningu fyrir að vera tóbaks- og rafrettulausir bekkir.

Viðurkenningin var besta bók í heimi, eins og einn kennarinn orðaði það. Auð vasabók sem þau geta fyllt að eigin vali, með skrifum, ljóðum, teikningum eða hugrenningum sínum. Seinna, eftir 30 ár eða svo gæti kverið orðið skemmtilegasta bók í heimi.

Á myndinni má sjá kampakáta krakka úr 7JIE með kompuna góðu.