Unglingsárin eru flókin og einmitt þess vegna er bæði gott og nauðsynlegt að geta rætt um hlutina.
Strákarnir í níunda bekk voru ansi áhugasamir um kynfræðsluna sem þeim var boðið upp á gær. Áhersla var meðal annars lögð á ósýnilegu mörkin sem fólk setur sjálfum sér og öðrum í flóknum samskiptum kynjanna og mikilvægi þess að virða þau.