Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Póstkort frá 5. bekk um læsi

Nú á haustmánuðum eru skólar bæjarins að fara af stað með átak í læsi undir heitinu LITBRIGÐI LÆSIS – læsi er lykillinn. Markmiðið er að Akureyri verði hraðlæs bær þar sem allir hjálpast að við að bæta stöðuna.

Af því tilefni skrifuðu krakkarnir í 5. bekk póstkort til einstaklinga að eigin vali þar sem þeir sögðu þeim í nokkrum orðum frá mikilvægi læsis. Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri Akureyrarbæjar og Helga Hauksdóttir fulltrúi skóladeildar í stýrihóp um læsi, komu síðan á degi læsis (8. september), og náðu í póstkortin til að setja þau í póst.

Athöfnin gekk ljómandi vel fyrir sig og krakkarnir stóðu sig með sóma, allir sem einn.

 

Nokkrar myndir eru komnar á myndasíðu skólans.