Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

„Plokkað“ í Glerárskóla

Undanfarin 10 ár hefur verið gefin út við Glerárskóla ákveðin niðurröðun á hreinsunarvikum fyrir hvern bekk skólans. Þannig taka nemendur virkan þátt í því að halda umhvefi sínu hreinu og tína rusl eða plokka eins og það er nú kallað. Síðustu daga hafa nemendur verið duglegir að plokka við skólann og í grendinni.

Nemendur í 8ÞGG í Glerárskóla tóku til hendinni í vikunni og tíndu upp rusl á völdum svæðum í grennd við skólann. Á 80 mínútum fylltu þeir þrjá stóra ruslapoka af margvíslegu drasli og fundu þrjú illa farin vörubretti á víðavangi.

Það kom hópnum verulega á óvart hversu mikið rusl var að finna á víðavangi og það er von þeirra að fleiri leggi hreinsunarátakinu lið. Hópurinn skorar á nemendur í öllum skólum bæjarins að leggja þeim lið og fara út og plokka.