Í dag fór fram hið árlega skólahlaup Gleárskóla undir merkjum ÍSÍ. Góð þátttaka, gleði og metnaður réði þar ferð og fóru jafnt háir sem lágir góðan hring í hverfinu og komu sveittir og glaðir á leiðarenda. Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sæti hjá stúlkum og drengjum á öllum stigum, en fyrst og fremst var þetta góð útivera og hreyfing. Eftir hlaupið fengu allir ís frá foreldrafélaginu. Á myndunum má sjá sigurvegara á hverju stigi. Á yngsta stigi urðu í fyrstu þremur : Karen Huld Hrafnsdóttir, Friðrika Sif Ágústsdóttir og Dagmar Huld Pálsdóttir. Drengir: Arnór Valur Ragnarsson, Bjarki Veigar Pálsson og Þórhallur Jóhannsson. Miðstig: Sonja Björg Sigurðardóttir, Karlotta Björk Andradóttir og Angela Helgadóttir. Drengir: Arnar Björn Birgisson, Helgi Þór Antonsson og Stefán Björn Svavarsson. Unglingastig: Fjóla Katrín Davíðsdóttir, Elín Dögg Birnisdóttir og Hildur Védís Heiðarsdóttir. Drengir: Steindór Óli Tóbíasson, Bjarmi Már Eiríksson og Guðmundur Páll Björnsson.