Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nýjar sóttvarnarreglur

Birtar hafa verið nýjar sóttvarnarreglur fyrir skóla sem gilda frá morgundeginum, 13. janúar 2022 til og með 2. febrúar 2022. Þar er gengið út frá því að þær reglur sem hafa verið í gildi séu í heiðri hafðar en auk þess bætist eftirfarandi við:

1. ,,Við aðstæður þar sem ekki er unnt að fylgja nálægðartakmörkunum s.s. í verklegri kennslu og listkennslu, skulu nemendur og kennarar nota andlitsgrímu.“

Við óskum því eftir að forráðamenn sendi nemendur með grímu í töskunni til nota þegar list-og verkgreinar eru á stundaskrá.

Mikilvægt er að við fylgjum gildandi sóttvarnarreglum og biðjum við forráðamenn að halda áfram að brýna fyrir krökkunum hversu miklu máli skiptir að spritta hendur við komu í skólann og þegar farið er í matsal, auk þess sem gott er að reyna að halda 1 metra fjarlægð við aðra (bæði nemendur og starfsmenn) eins og frekast er kostur.

Við í Glerárskóla höfum staðið okkur vel hvað varðar sóttvarnir og við áfram höldum í sameiningu og horfum bjartsýn til framtíðar.

Nýju reglugerðina má finna hér.