Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nemendur með Covid smit

Í dag greindust tveir nemendur í Glerárskóla, í 5. og 6. bekk skólans, með COVID 19.

Að fengnum ráðleggingum frá rakningateyminu voru báðir bekkir og starfsmenn sem komu að viðkomandi nemendum, sendir í sóttkví þar til í næstu viku. Ekki er talin ástæða til frekari aðgerða að svo stöddu.

Við viljum hvetja alla til að huga að persónulegum sóttvörnum, vera vakandi fyrir einkennum og fara í sýnatöku geri þau vart við sig. Einnig óskum við eftir að allir ræði við börnin um mikilvægi sóttvarna.

Starfsmennirnir sem eru komnir í sóttkví eru ellefu talsins og því gæti skólastarf skerst að einhverju leyti næstu dag.

Síðdegis í dag birti aðgerðarstjórn LSNE á Akureyri yfirlýsingu. Þar er forráðamönnum bent á að halda börnum sínum til hlés í samskiptum við önnur börn á meðan verið er að rekja smitin sem upp hafa komið á Akureyri að undanförnu. Þeim hefur því miður fjölgað þó nokkuð hratt í grunnskólum bæjarins líkt og segir í yfirlýsingunni.

Við viljum síðan minna á spjallið á covid.is en þangað er hægt er að senda inn fyrirspurnir.