Kæru forráðamenn nemenda í Glerárskóla
Nú rétt í þessu var að berast breyting á sóttvarnarreglugerð um takmarkanir á skólastarfi sem gildir frá 13. janúar – 2. febrúar 2022.
Í þeirri breytingu kemur fram að nemendur í grunnskóla þurfa EKKI að bera grímur á skólatíma. Því þarf EKKI að senda nemendur með grímu í skólann eins og fram kom í tilkynningu sem send var út í morgun.