Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nemendum boðið í Hlíðarfjall!

Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 er nemendum í Glerárskóla boðið í Hlíðarfjall.

Sumir fara á bretti, aðrir á svigskíði, enn aðrir á gönguskíði og svo mega nemendur taka með  sér snjóþotur og sleða. Gönguferð verður í boði fyrir þá sem það kjósa.

Þeir sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í Hlíðarfjalli. Ekki verður hægt að lána  búnað til nemenda í 1.- 4. bekk.

Þeir nemendur sem eiga búnað geta ekki fengið lánaðan búnað í fjallinu.

Þær lyftur sem verða opnar eru: Töfrateppið, Hólabraut, Skálabraut og Hjallabraut.  Aðrar lyftur fylgja hefðbundnum opnunartíma Hlíðarfjalls.

Lyftukortin gilda aðeins til kl. 12 þannig að þeir nemendur sem vilja vera áfram þurfa að hafa  plastspjöld sem þau kaupa áfyllingu á eða nota eigin lyftukort. Einnig þarf að skila inn  skíðabúnaðinum þegar skipulagðri dagskrá líkur þ.e. þegar rútur á vegum skólans fara heim.  Ef nemendur ætla að verða eftir í Hlíðarfjalli verður að koma með samþykki frá foreldrum og  þá eru nemendur á eigin vegum í Hlíðarfjalli. 

Hádegismatur verður snæddur í skólanum.

Vakin er athygli á því að veður og færi geta breyst á skömmum tíma og verða allir að taka  mið af því.

Mætingar:

1– 4. bekkur: Mæting í skóla kl. 08:15. Rúta í Hlíðarfjall kl. 08:40 og til baka kl.11:00,  hádegismatur og síðan skólalok (frístund).
5 – 7. bekkur: Mæting í skóla kl. 08:15. Rúta fer í Hlíðarfjall kl. 08:30 og til baka kl.11:30,  hádegismatur og síðan skólalok.
8 -10. bekkur: Mæting í skóla kl. 08:30. Rúta fer í Hlíðarfjall kl. 08:50 og til baka kl.12:00,  hádegismatur og síðan skólalok.

Ef spurningar vakna má hafa samband við skólann í síma 461-2666.