Fimmtudaginn 3. nóvember fengu nemendur í 9. – 10. bekk listamann í heimsókn. Hann kynnti starf sitt, hugmyndir að baki vinnunni og þróun hugmynda í skapandi vinnu. Einnig kom hann inn á verklag og efnistök og mikilvægi þess að halda við og þróa gamla verkhefð. Nemendur fylgdust með af áhuga. Frábært framtak hjá skipuleggjendum slíkra heimsókna í skólana í tilefni Dags myndlistar og þökkum við Guðrúnu Bjarnadóttur – Höddu kærlega fyrir komuna.