Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Loftslagsáskorunin hefst í dag 11. nóvember

Glerárskóli tekur þátt í Loftslagsákoruninni sem hefst í dag á Norræna loftslagsdeginum 11. nóvember og stendur til 23. mars 2016.

loftslagsaskorunin

Loftslagsáskorunin er samnorrænt verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni í þeim tilgangi að hvetja til norræns samstarfs í kennslu um orku- og umhverfismál.
Viðfangsefnin eru auðlindir jarðar og nýting þeirra og nú er sérstaklega hugað að matarsóun. Á meðan íbúum jarðar fjölgjar gífurlega hratt verður þriðjungur matvöruframleiðslunnar matarsóun að bráð.

Við viljum leggja okkar af mörkum til að vekja athygli á þessari miklu sóun og sporna við henni með aðgerðum í skólanum sem felast m.a. í fræðslu, umræðum og mælingum á því sem er sóað.
Jafnframt hvetjum við forráðamenn til að ræða málið heima fyrir því virk þátttaka allra er mikilvæg.