Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lífið, ástin og snjórinn

Það er frábært að ærslast áhyggjulaus í snjónum, byggja virki og snjóhús, já eða bara að spila fótbolta. Ætli krakkarnir í Glerárskóla séu ekki ókrýndir Íslandsmeistarar í snjófótbolta? Þeir láta fönnina ekki hafa áhrif á sig og sýndu meistaratakta á vellinum.

Krakkarnir í tíunda bekk héldu sig að mestu innandyra í dag og tóku meðal annars á móti miklum aufúsugesti, Þorgrími Þráinssyni rithöfundi sem flutti þeim fyrirlesturinn sinn „Verum ástfangin af lífinu“ þar sem hann lagði mikla áherslu á að við berum hvert og eitt ábyrgð á árangri okkar í lífinu og „því fyrr sem þið fattið það, þeim mun betra,“ sagði hann.

Krakkarnir hlustuðu á Þorgrím í tvær kennslustundir og drukku í sig vísdóm hans.