Nemandi í Glerárskóla gerði sér litið fyrir og keypti Hlíðarfjall í morgun. Nokkrar götur bæjarins skiptu einnig um eigendur en menningarhúsið Hof er enn þá í eigu og á forræði Akureyrarbæjar.
Já, það er gott að geta gripið í skemmtilegt borðspil þegar myndast gat í stundaskránni og í morgun var það Monapoly Akureyri, spil sem margir muna kannski eftir sem Matador en þar var spilað um eignir í Reykjavík.