Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Jólin koma smám saman

Glerárskóli verður sífellt jólalegri með hverjum deginum sem líður. Í öllum kennslustofum má sjá heimatilbúnar jólaskreytingar. Á aðventunni markast skólastarfið eðlilega af jólunum og þeim hefðum sem hátíðinni fylgja.

Hurðar kennslustofanna eru margar hverjar orðnar afar fallegar og jólalegar enda mikill metnaður lagður í hurðaskreytingar og keppst er um að vera með sem skrautlegustu hurðina. Við segjum nánar frá hurðaskreytingunum þegar nær dregur jólafríi.

Hér má sjá myndir af krökkunum að föndra og skreyta.