Á morgun, föstudaginn 17. desember, er jólafatadagur í Glerárskóla. Þá er við hæfi að draga fram jólapeysuna, jólasokkana og allar þær flíkur sem minna á jólin.
Skólinn er smám saman að breytast í jólaparadís því krakkarnir hafa verið ansi duglegir við að skreyta stofurnar sínar eins og við munum leyfa ykkur að sjá í jólamyndbandi Glerárskóla sem við birtum hér á morgun.
Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókn nemenda í fjóra bekk á Minjasafnið, en þar fræddust þau um jólasiði fyrr á tímum.