Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Jákvæður og góður gestur

Teresa LaSala kom í heimsókn til okkar í gær, miðvikudaginn 18 september. Hún er einn af forvígismönnum uppeldisstefnunnar sem kennd er við jákvæðan aga. Teresa aðstoðaði starfsfólk Glerárskóla við innleiðingu stefnunnar árið 2012 og allar götur síðan þá hefur skólinn verið í góðu samstarfi við hana.

Heimsóknina notaði Teresa til þess að fylgjast með skólastarfinu, auk þess sem hún fundaði með kennurum og skerpti á áherslum stefnunnar og lagði fram góðar hugmyndir sem eflaust nýtast vel í skólastarfinu í framtíðinni.


Jákvæður agi felur í sér að horft er á orsakir hegðunar fremur en að reyna að breyta hegðuninni með umbun og refsingu eins og lengi hefur tíðkast með ýmsum atferlismótunarkerfum sem hafa verið ráðandi í skólakerfinu um langan tíma. Jákvæður agi gengur út á að móta skólabrag sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.